VALMYND ×

Íslandsmótið í Boccia

Ívar íþróttafélag fatlaðra, hélt Íslandsmótið í Boccia um síðustu helgi hér á Ísafirði. Nemendur í 8. og 9. bekk G.Í. tóku að sér dómgæslu og aðstoðuðu við mótið, en Boccia hefur verið valgrein hjá þeim í vetur og var mótið hluti af því námi.

Mótsstjórn sendi nemendum þakklætiskveðjur og sögðu þá hafa sýnt framúrskarandi viðmót og staðið sig frábærlega.