Hlaupið í góða veðrinu
Um tíuleytið í morgun hlupu vel á fjórða hundrað krakkar eftir Seljalandsveginum í Norræna skólahlaupinu. Veðrið var eins og best var á kosið, milt og stillt og hið ákjósanlegasta til útivistar.
Að hlaupi loknu tekur svo hefðbundið nám við, en unglingastigið fær að fara heim í millitíðinni í sturtu, enda hlaupa þeir krakkar alla leið inn að golfskála og til baka. Það er vonandi að allir verði endurnærðir eftir útiveruna og tilbúnir í önnur verkefni dagsins.
Deila