VALMYND ×

Hilmir las til sigurs

Hilmir Hallgrímsson, sigurvegari í stóru upplestrarkeppninni (Mynd: Birna Lárusdóttir).
Hilmir Hallgrímsson, sigurvegari í stóru upplestrarkeppninni (Mynd: Birna Lárusdóttir).
1 af 2

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar fór fram í gærkvöld í Hömrum. Þar lásu 14 nemendur 7. bekkja á norðanverðum Vestfjörðum ljóð og sögubrot fyrir áheyrendur og dómara.

Úrslitin urðu þau að Hilmir Hallgrímsson G.Í. sigraði. Í öðru sæti varð Davíð Hjaltason G.Í. og í því þriðja hafnaði Stefanía Silfá Sigurðardóttir frá G.B.

Dómarar voru þau Aðalbjörg Sigurðardóttir, Björk Einisdóttir, Hrafnhildur Hafberg og Pétur G. Markan. 

Við óskum öllum þessum frambærilegu upplesurum innilega til hamingju með árangurinn.

Deila