VALMYND ×

Heimsókn til Aþenu

Þessa viku hafa fimm nemendur í 9. bekk, frá Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskólanum á Suðureyri, verið í heimsókn til jafnaldra í Aþenu ásamt nemendum frá Svíþjóð, Hollandi og Búlgaríu. Með þeim í för eru þær Jóna Benediktsdóttir og Bergljót Halldórsdóttir.

Ferðin er farin vegna samstarfsverkefnis á vegum Evrópusambandsins, Erasmus+. Verkefnið byggir á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var 10. desember 1948.

Heiti verkefnisins er: Living in a Challenging World og það byggist á því að allar greinar Mannréttindayfirlýsingarinnar eru skoðaðar. Allir nemendur í 9. Bekk G.Í. taka þátt og er fyrsta hluta verkefnisins nú lokið. Í fyrsta hlutanum voru teknar fyrir fyrstu fimm greinar yfirlýsingarinnar og fjalla þær um frelsi og jafnrétti.  

Þessir fimm nemendur ásamt nemendum frá áðurnefndum löndum halda áfram að fjalla um frelsi og jafnrétti og  auk þess að mynda tengsl við krakka frá öðrum Evrópulöndum, eru áhugaverðustu staðirnir skoðaðir og það er svo sannarlega af nógu að taka í Aþenu.