VALMYND ×

Heimsókn frá KFÍ

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn frá Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar. Þar voru á ferð þau Guðjón M. Þorsteinsson, Eva Margrét Kristjánsdóttir íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2012 og Brittany Schoen, en þær stöllur leika báðar með meistaraflokki KFÍ.  

Þau ræddu við nemendur um íþróttir og félagsmál og hve mikilvægt það er að taka þátt í hverskonar tómstundum. Þau lögðu áherslu á mikilvægi þess að láta skólann ganga fyrir og skipuleggja sig vel, bæði í námi og öðru starfi, enda er skipulag og samviskusemi lykillinn að góðum árangri.
Guðjón sagði að Eva Margrét, sem er í 10. bekk G.Í., væri frábær fyrirmynd. Hún stundar námið af samviskusemi, vinnur með skóla auk þess sem hún æfir á fullu og þar vantar ekki skipulag.

Frábærir krakkar í G.Í. sem spurðu góðra spurninga og eru greinilega með allt á tæru. Framtíðin er björt og hlakka ég til að sjá þau í framtíðinni, sagði Guðjón að lokum.