VALMYND ×

Heimsókn á slökkvistöðina

3. bekkur í heimsókn á slökkvistöðinni. Mynd: Hermann Hermannsson
3. bekkur í heimsókn á slökkvistöðinni. Mynd: Hermann Hermannsson

Fyrr í vetur var eldvarnarvika hjá 3.HA en þá komu slökkviliðsmenn í heimsókn og fræddu nemendur um eldvarnir og hvernig bregðast skal við eldsvoða.  Við þetta tækifæri var bekknum boðið í heimsókn á slökkvistöðina og nýtti bekkurinn sér það heimboð í fyrradag. Krakkarnir fengu höfðinglegar móttökur, skoðuðu slökkvistöðina hátt og lágt, fóru upp í körfunni á körfubílnum, skoðuðu sjúkrabíl og brunabíla, sáu klippurnar sem notaðar eru til að klippa sundur bíla eftir árekstra, reykköfunartæki og ýmislegt fleira spennandi.

Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og voru alsælir í lok dagsins og vilja eflaust margir verða slökkviliðsmenn í framtíðinni.