VALMYND ×

Heimsókn á bílaverkstæði

Í fyrradag fóru nemendur 2. bekkjar í heimsókn á bílaverkstæði SB.  Þar tók Guðmundur Sigurlaugsson á móti þeim og sýndi nemendum hvar gert er við bíla, bílvél, gírkassa og fleira. Einnig komust nemendur að því að mikið af viðgerðum á bílum og bilanagreiningar fara fram í tölvu.  Að lokum fengu allir að prófa að setja loft í dekk.  

Að heimsókn lokinni stöldruðu nemendur við á Skipagöturóló og léku sér góða stund.