VALMYND ×

Heimsókn á Hrafnseyri

Nemendur 8.bekkjar heimsóttu Hrafnseyri við Arnarfjörð í gær, þar sem Valdimar J. Halldórsson, staðarhaldari, fræddi nemendur um sögu staðarins og einnig var safnið um Jón Sigurðsson skoðað. Farið var í leiki á túninu og að lokum fékk hópurinn að heyra söguna af galdramanninum sem hvílir í kirkjugarðinum.

Eftir það var farið yfir að Dynjanda þar sem starfsmenn grilluðu pylsur á meðan nemendur skoðuðu fossinn. Hópurinn var heppinn með veður, það rigndi bara rétt á meðan gengið var frá grillinu.

Við erum heppin að hafa slíkan sögustað sem Hrafnseyri er en saga 19.aldar er einmitt eitt af viðfangsefnum 8.bekkjar og sjálfstæðisbarátta Íslendinga með Jón Sigurðsson í broddi fylkingar.