Heimasíðan eins árs
Í dag er eitt ár liðið frá því að ný heimasíða skólans leit dagsins ljós. Það voru afmælisdrengir dagsins, þeir Árni Sverrir Sigurðsson og Kjartan Óli Sigurðsson sem fengu þann heiður að opna síðuna á degi íslenskrar tungu.
Síðan sem er hönnuð af Snerpu, er mikil breyting til batnaðar frá gömlu síðunni á vef Skólatorgsins, sem lítið hefur verið uppfærður á síðustu árum.
Á þessu eina ári eru flettingar orðnar 236.000 og vonum við að þeim fjölgi enn frekar.
Deila