VALMYND ×

Haustferð 10. bekkjar

Næstu daga og vikur munu allir árgangar skólans fara í sínar árlegu haustferðir. Á morgun sigla 10. bekkingar norður á Hesteyri kl. 8.30 og verður líklega gengið yfir í Miðvík og þaðan aftur til baka á Hesteyri. Gist verður í tjöldum en einnig hefur hópurinn læknishúsið til afnota ef á þarf að halda. Áætluð heimkoma er kl. 12.30  á miðvikudag.