VALMYND ×

Haustferð 10. bekkjar

Ákveðið hefur verið að fara í hina árlegu haustferð 10. bekkjar þriðjudaginn 27. ágúst n.k.

Mæting verður kl. 8:30 hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar við Sundahöfn, siglt á Flæðareyri, gengið þaðan til Grunnavíkur og gist í tjöldum. Farangurinn verður settur í land í Grunnavík, svo að nemendur þurfi ekki að burðast með hann frá Flæðareyri.

Komið verður heim síðdegis á miðvikudag og að sjálfsögðu er búið að panta gott veður.

Nánari upplýsingar varðandi ferðina eru hér

Deila