Haustball 10.bekkjar
Í kvöld heldur 10.bekkur haustball í salnum okkar góða. Ballið er fyrir nemendur 8. - 10. bekkjar og er frá kl. 19:30-22:30. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og verður sjoppa á staðnum með krap, gos og nammi. Rúta fer í Hnífsdal og inn í fjörð að loknu balli. Nemendum frá nágrannaskólum okkar er boðið á ballið ásamt fylgdarmanni.
10. bekkur hvetur sem flesta til að mæta og skemmta sér með þeim.
Deila