Hæfileikaríkir 3. bekkingar
Hér í skólanum er margt gert til að brjóta upp hefðbundið skólastarf. Eitt af því er að halda svokallaðar bekkjarskemmtanir, þar sem nemendur sýna hinar ýmsu listir sínar og skemmta sér og öðrum. Krakkarnir í 3. bekk héldu eina slíka í síðustu viku og var virkilega glatt á hjalla hjá þeim eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Sagðir voru brandarar, farið með gátur, spilað á hljóðfæri, sungið, sýnd töfrabrögð og lögð brella fyrir saklausan sjálfboðaliða.
Deila