VALMYND ×

Hádegisboð fyrir 10. bekk

1 af 4

Í hádeginu í dag bauð starfsfólk skólans nemendum 10. bekkjar til hádegisverðar í kaffistofu starfsmanna. Þar var haldið í þá hefð að kveðja nemendur á síðasta kennsludegi þeirra, en á morgun og næstu daga eru prófadagar og eftir það tekur vorferðin við norður í Skagafjörð.

Nemendur 10. bekkjar mættu prúðbúnir á síðasta kennsludegi sínum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og gerðu veitingunum góð skil.