VALMYND ×

Gul viðvörun á öllu landinu

Það er ekkert lát á viðvörunum vegna óveðurs og er nú gul viðvörun í gildi fyrir allt landið á morgun. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með veðurspám og fréttum af veðri, en skóla verður ekki aflýst nema tilmæli komi frá Almannavörnum eða lögreglu. Komi ekki tilmæli frá Almannavörnum eða lögreglu verða foreldrar að meta hvort óhætt sé að börn þeirra sæki skóla. Ef foreldrar hafa börn sín heima þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreld­rar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.