VALMYND ×

Göngum í skólann

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í sjöunda sinn miðvikudaginn 4. september næst komandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október.

Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ferðast með virkum og öruggum hætti í skólann. Á vef Samgöngustofu má lesa frétt um mikilvægi þess að kenna börnum á umferðina, en þar eru meðal annars talin upp 10 góð ráð sem mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn hafi í huga og fræði börnin sín um.

Grunnskólinn á Ísafirði tekur þátt í þessu verkefni og hvetur alla til að ganga eða hjóla í skólann. Í lok átaksins stendur svo til að marsera um bæinn líkt og undanfarin ár og enda með samverustund á Silfurtorgi.

Allar nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu verkefnisins Göngum í skólann.

Deila