Góður dagur í Tungudal
Útivistardagurinn í Tungudal s.l. föstudag gekk mjög vel, ef frá er talið eitt beinbrot. Veðrið var eins og best var á kosið og ágætis færi. Nemendur 5. - 10. bekkjar nutu þess að renna sér á skíðum, brettum, sleðum, þotum og ruslapokum.
Í dag er hinsvegar allt með hefðbundnum hætti hér í skólanum og allir farnir að huga að árshátíð sem haldin verður 16. og 17. mars n.k.
Deila