VALMYND ×

Góður árangur ísfirskra skíðakrakka

Ísfirskir skíðakrakkar gerðu góða ferð á Andrésar andar leikana sem fram fóru í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Strax að kvöldi fyrsta keppnisdags voru komin í hús fimm gull, fimm silfur og þrjú brons. Daginn eftir sigraði a-sveit SFÍ í boðgöngu 12-14 ára en b-sveit félagsins hafnaði í þriðja sæti. Sömuleiðis sigraði a-sveit SFÍ í boðgöngu 9-11 ára.

Rúmlega fimmtíu keppendur frá Ísafirði tóku þátt í mótinu, bæði í alpagreinum og göngu. Keppt var í svigi, stórsvigi, hefðbundinni göngu og á brettum í fyrsta sinn.

Úrslit mótsins í heild er að finna á vef Skíðafélags Akureyrar. (Frétt af bb.is)

Deila