Góður árangur á Íslandsmóti barnaskólasveita í skák
Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót barnaskólasveita í skák, í Rimaskóla í Reykjavík. Mótið er fyrir nemendur 4. - 7. bekkjar og tók ein sveit frá skólanum þátt í mótinu og er það annað árið í röð sem við tökum þátt. Í sveit skólans voru þau: Karma Halldórsson, Nirvaan Halldórsson, Svaha Halldórsdóttir, Stefan-Alexnadru Croitoru og Nicolae Razvan Croitoru. Liðsstjóri var Halldór Pálmi Bjarkason sem á allan heiður að þátttöku sveitarinnar.
Úrslit urðu þau að sveitin lenti í 13. sæti af 35 og fékk bronsverðlaun sem þriðja hæsta landsbyggðarsveitin. Þá hlaut Karma einnig einstaklingsverðlaun með 7 vinninga af 8 á fyrsta borði.
Við óskum þessari frábæru skáksveit iásamt liðsstjóra innilega til hamingju með mjög góðan árangur
Deila