Góðar gjafir til 1. bekkinga
Á síðustu dögum hafa krakkarnir í 1. bekk fengið góðar gjafir. Björgunarfélag Ísfjarðar færði öllum nemendum endurskinsvesti og Kiwanismenn færðu þeim reiðhjólahjálma að gjöf. Það voru þakklát börn sem tóku við þessum rausnarlegu og nytsamlegu gjöfum og senda kærar þakkir til gefenda.
Deila