VALMYND ×

Góð frammistaða í knattspyrnunni

Viktor Júlíusson nemandi í 10. bekk G.Í. og leikmaður 3.flokks BÍ/Bolungarvík var nú á dögunum valinn í 18 manna hóp U-17 landsliðs Íslands. Hann keppir með landsliði Íslands þessa dagana á undirbúningsmóti UEFA í Belfast á N-Írlandi.

Friðrik Þórir Hjaltason og Hjalti Hermann Gíslason, nemendur í 10. bekk hafa einnig verið kallaðir á æfingar hjá U-17 landsliðinu í vetur vegna góðrar frammistöðu hjá BÍ/Bolungarvík.

Í síðasta mánuði var Natalía Kaja Fjölnisdóttir nemandi í 9. bekk boðuð á landsliðsæfingar U-16 og fóru æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll. Natalía er á yngra ári í 3.flokki og hefur nú í haust og vetur æft með meistaraflokki kvenna.

Það er ljóst að þetta unga knattspyrnufólk er að standa sig gríðarlega vel í boltanum og vel fylgst með árangri þeirra. Við óskum þeim innilega til hamingju með þessu frábæru frammistöðu.

Deila