VALMYND ×

Gjöf til nemenda í smáskipanámi

Mynd: www.frmst.is
Mynd: www.frmst.is

Hraðfrystihúsið − Gunnvör h.f. gaf hverjum nemanda úr Grunnskólanum á Ísafirði, sem eru í smáskipanámi hjá Fræðslumiðstöðinni, Sjómannabókina eftir Pál Ægi Pétursson. Sjómannabókin er aðalkennslubókin í smáskipanáminu og tekur á flestu er varðar sjómennsku og skipstjórn á þessu stigi. Er þetta í annað sinn sem HG gefur grunnskólanemum þessa bók.

Nemendur úr Grunnskólanum á Ísafirði hafa í nokkur ár getað tekið smáskipanám hjá Fræðslumiðstöðinni sem valgrein og eru nú 14 nemendur í þessu námi.

Deila