VALMYND ×

Gísli Jörgen handknattleiksmaður Harðar

Gísli Jörgen Gíslason (mynd: visir.is)
Gísli Jörgen Gíslason (mynd: visir.is)

Gísli Jörgen Gíslason, nemandi í 10.bekk G.Í. hefur verið útnefndur handknattleiksmaður Knattspyrnufélagsins Harðar og er hann jafnframt tilnefndur sem íþróttamaður Ísafjarðar fyrir árið 2013. Hann hefur sýnt mikinn metnað í handknattleiknum, mætir á allar æfingar, æfir eins mikið aukalega og kostur er og er í U16 landsliðsúrtaki fyrir 1998 árganginn. Gísli Jörgen sem leikur stöðu vinstri skyttu hjá Herði gegnir lykilhlutverki hjá 4.flokki félagsins ásamt því að spila einnig mikið með 2.flokki, að því er fram kemur á heimasíðu Harðar.
Við óskum Gísla Jörgen innilega til hamingju með þessu miklu viðurkenningu og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.