VALMYND ×

Geimverur á bókasöfnum

Á Degi íslenskrar tungu sem er föstudaginn 16. nóvember, verður bókasafnadagur á bókasöfnunum á Ísafirði. Boðið verður upp á dagskrá hér í G.Í. kl. 15:00-15:50 þar sem verður opið hús, upplestur og léttar veitingar. Bókasafn M.Í. býður einnig upp á opið hús, upplestur og léttar veitingar á milli kl. 16:00 og 16:50. Sævar Helgi Bragason ætlar svo að ræða um leitina að lífi í geimnum á milli kl. 17:00 og 18:00 á Bókasafninu á Ísafirði.

Allir eru velkomnir og þeir sem mæta á öll söfnin geta safnað stimplum á geimverukort og eigar þar með möguleika á bókavinningi.

Deila