VALMYND ×

G.Í. keppir í Skólahreysti

Riðlakeppnin í Skólahreysti er hafin þetta árið og keppir G.Í. á morgun í TM höllinni í Garðabæ kl.13:00. Þar eigast við 16 lið af Vesturlandi og Vestfjörðum og keppa um sæti í úrslitakeppninni, sem haldin verður miðvikudaginn 2. maí í Laugardalshöllinni. 

Guðný Stefanía Stefánsdóttir hefur þjálfað liðið okkar í vetur, en Atli Freyr Rúnarsson er liðsstjóri og fylgir nemendum suður til keppni. Fyrir hönd skólans keppa þau Davíð Hjaltason og Hafdís Bára Höskuldsdóttir í hraðaþraut, Helgi Ingimar Þórðarson í upphýfingum og dýfum og Linda Rós Hannesdóttir í armbeygjum og hreystigreip. Til vara eru þau Svava Rún Steingrímsdóttir og Blessed Gil Parilla.

Við fylgjumst spennt með krökkunum okkar og óskum þeim góðs gengis.

Deila