VALMYND ×

G.Í. í úrslit Skólahreysti

Frá vinstri: Ívar Tumi Tumason, Einar Torfi Torfason, Dagný Björg Snorradóttir, Daníel Wale Adeleye, Ólöf Einarsdóttir og Guðbjörg Ásta Andradóttir.
Frá vinstri: Ívar Tumi Tumason, Einar Torfi Torfason, Dagný Björg Snorradóttir, Daníel Wale Adeleye, Ólöf Einarsdóttir og Guðbjörg Ásta Andradóttir.

Grunnskólinn á Ísafirði sigraði í dag Vestfjarðariðilinn í Skólahreysti. Með sigri tryggði liðið sér sæti í úrslitunum, sem fara fram í næsta mánuði. Í öðru sæti varð Grunnskóli Vesturbyggðar og Grunnskóli Bolungarvíkur í því þriðja. Við óskum okkar fólki innilega til hamingju og erum virkilega stolt af þeim.