VALMYND ×

Fyrsti hluti upplestrarkeppninnar

Í morgun fór bekkjakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram í 7.bekk. Allir nemendur árgangsins hafa æft sig undanfarnar vikur og lásu þeir sögubrot og ljóð að eigin vali. Árangurinn var líka eftir því og stóðu allir sig með prýði.

Þeir sem komust áfram í skólakeppnina sem verður haldin þann 4.apríl eru Magnús Húni, Matthías Kristján, Pétur Arnar, Aðalheiður, Vanda Rós, Salka Rosina, Elínborg Birna, Emelía Rós, Birkir Hafsteinn, Einar, Simon Richard, Nadia, Emilía Rós, Margrét Rán, Freyja Rún og Edda Sigríður. Til vara verða þau Patrekur Rafn og Amelia Anna.

Við óskum öllum 7.bekkingum til hamingju með góðan árangur í lestrarþjálfuninni og hlökkum til að fylgjast með framhaldinu.

Deila