VALMYND ×

Fyrirlestur fyrir foreldra

Á morgun, fimmtudaginn 31. janúar, munu foreldrafélög grunnskólanna á norðanverðum Vestfjörðum bjóða upp á skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur með Hugo Þórissyni sálfræðingi, um samskipti foreldra og barna. Fyrirlesturinn er haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði og hefst kl. 20:00. Allir áhugasamir eru velkomnir, sama hvort þeir eiga börn á grunnskólaaldri eða ekki.

Deila