VALMYND ×

Fundur vegna haustferðar

Þriðjudaginn 28. maí kl. 18:00 boða kennarar 9. bekkjar til fundar í dansstofu skólans til að ræða gönguferð næsta hausts og fleira sem varðar starfið næsta vetur. 
Hefð er fyrir því að 10. bekkur fari með báti  ýmist í Aðalvík, Hesteyri eða Grunnavík og gisti þar eina nótt í tjöldum. Hvert farið er, veltur á því hvar við fáum aðgang að húsnæði, því fararstjórar gista innanhúss og börnin þurfa að geta notað salerni og haft húsaskjól ef eitthvað kemur upp á. Svo að nú er stóra spurningin hvort einhverjir úr hópi aðstandenda geta boðið hópnum aðgang að húsi á þessum slóðum. 
Fararstjórar verða umsjónarkennarar og stuðningsfulltrúar og 2-3 úr hópi foreldra. Mjög áríðandi er að allir foreldrar verðandi 10. bekkinga mæti á þennan fund.