Fundað um framtíð skólalóðarinnar
Í síðustu viku voru lagðar fram tillögur að breyttu skipulagi skólalóðarinnar. Tveir nemendur frá hverjum árgangi frá 3. - 7. bekk fóru á kynningarfund með skólastjórnendum, þar sem tillögurnar voru kynntar.
Nemendurnir tóku virkan þátt í umræðunum og höfðu ýmislegt til málanna að leggja. Þeir eru mjög spenntir fyrir þeim framkvæmdum sem eru fyrirhugaðar og hlakka til að fá fjölbreyttari möguleika á hreyfingu í frímínútunum.
Deila