Frumsýning Þjóðleikhússins
Í morgun bauð Þjóðleikhúsið nemendum 5. - 7. bekkjar upp á frumsýningu leikritsins Oddur og Siggi eftir Björn Inga Hilmarsson og leikhópinn. Leikritið segir frá þeim Oddi og Sigga sem hafa verið bestu vinir í 10 ár og bjóða til veislu þar sem þeir fagna vinskap sínum. En það getur orðið flókið að eiga vini og gott að búa sér til sinn eigin draumaheim, til að komast burt úr veruleikanum. Í leikritinu er fjallað af einlægni og húmor um flókin samskipti í heimi skólabarna.
Leikarar í sýningunni eru þeir Oddur Júlíusson og Sigurður Þór Óskarsson, sem einnig sömdu tónlistina og náðu þeir vel til áhorfenda. Við þökkum Þjóðleikhúsinu kærlega fyrir þessa skemmtilegu heimsókn.