VALMYND ×

Frú Eliza Reid í heimsókn

Á vorverkadaginn í fyrradag fengum við góða heimsókn, þegar Eliza Reid forsetafrú heiðraði okkur með nærveru sinni. Hún ræddi við nemendur í 8. bekk um tvítyngi og mikilvægi þess að hlúa að móðurmáli sínu, en um þriðjungur nemenda í 8. bekk er af erlendum uppruna. Nokkrir nemendur lásu ljóð á spænsku, pólsku, bisaya og íslensku og voru krakkarnir duglegir að spyrja, einlægir og kurteisir.