Frjálsíþróttamót
Í morgun fór fram frjálsíþróttamót hjá 5. - 10. bekk á Torfnesi. Keppt var í langstökki, kúluvarpi, spretthlaupi og víðavangshlaupi, undir styrkri stjórn íþróttakennara skólans. Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel og var mikil og hörð keppni á milli einstaklinga. Viðurkenningar voru veittar fyrir stigahæstu einstaklinga í stúlkna- og piltaflokki í hverjum árgangi. Keppnin var mjög jöfn og voru t.d. þrír strákar í 5. bekk efstir og hnífjafnir að stigum og höfnuðu því allir í 1. - 3. sæti í sínum flokki. En mesti sigurinn er þó alltaf að vera með og hafa gaman af.
Deila