VALMYND ×

Framtíðar kokkar í 3.bekk

Nemendur í 3.bekk í heimilisfræði komu færandi hendi í mötuneytið í morgun. Krakkarnir komu með 4 föt af grænmeti sem þeir höfðu skorið sjálfir niður, með aðstoð Guðlaugar Jónsdóttur heimilisfræðikennara. Eiríkur Johansson, matráður skólans tók alsæll við grænmetinu og var það boðið sem meðlæti með steikta fiskinum sem var á borðum í dag.

Krakkarnir báru sig fagmannlega að við framreiðsluna eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og eru örugglega einhverjir þeirra framtíðar kokkar.

Deila