VALMYND ×

Fjöruhreinsun

Nemendur í 7.bekk fóru í hreinsunarstarf í fjörunni við Fjarðarstrætið á dögunum. Var það liður í verkefni sem Vatnsendaskóli stendur fyrir, sem miðar að sameiginlegu átaki í að hreinsa fjörur í kringum landið. Til stendur að merkja inn á kort hversu mikill hluti strandlengju Íslands verður hreinsaður, en hægt er að fylgjast með gangi mála á Facebook síðu verkefnisins; 7.bekkur hreinsar í kringum landið.

Deila