Fjölmenning og fjölbreytileiki
Í gær og fyrradag voru þemadagar hér í skólanum undir yfirskriftinni Fjölmenning. Nemendum var skipt í hópa eftir námsstigum þannig að hóparnir blönduðust nokkuð. Viðfangsefnin voru fjölbreytileg og fóru nemendur á margar skemmtilegar stöðvar s.s. fánasmiðju, dansstöð, lummubakstur, vinabandagerð, hópefli, veggmyndargerð, stuttmyndir o.fl.
Verkefni sem þessi krefjast mikils undirbúnings og skipulags af hendi kennara og eru allir sammála um að vel hafi til tekist og nemendur margs vísari um þann fjársjóð sem býr í öllum okkar litríku samfélögum. Afraksturinn má sjá víða um ganga skólans til að gleðja okkur og fræða, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Deila