VALMYND ×

Fjármálafræðsla

Þessi hópur heimsótti Íslandsbanka
Þessi hópur heimsótti Íslandsbanka

Í gær buðu Landsbankinn og Íslandsbanki upp á fjármálafræðslu fyrir 10. bekk, en það er hluti af stærðfræðinámi árgangsins. Til umræðu voru smálán og verslun á netinu, húsakaup og markmiðssetning svo eitthvað sé nefnt. Í skólanum voru nemendur búnir að reikna út kostnað varðandi rekstur heimila og voru vel undirbúnir fyrir umræður um fjármálin. Við þökkum starfsfólki bankanna kærlega fyrir góða fræðslu og móttökur. 

Deila