VALMYND ×

Fjallgöngur

1 af 3

Í allmörg ár hefur sú skemmtilega hefð verið hér í skólanum að allir árgangar gangi á fjöll á haustin. Göngurnar eru misjafnlega krefjandi, en miðaðar að aldri og þreki nemenda. Þessa dagana standa þessar göngur yfir og í dag eru fimm árgangar í fjallgöngum, eða helmingur skólans.

Við útskrift úr 10. bekk fá nemendur svo blað með yfirliti yfir allar sínar fjallgöngur í gegnum árin, líkt og sést á meðfylgjandi mynd.

Það eru forréttindi að búa í þessari nánd við náttúruna þar sem hægt er að njóta hennar frá fjöru til fjalls með lítilli fyrirhöfn.