VALMYND ×

Fjallgöngur

Við njótum þeirra forréttinda hér á Ísafirði að vera í nánum tengslum við náttúruna og þurfum ekki langt að fara til að njóta hennar. Í allmörg ár hafa árgangar skólans farið í fjallgöngur að hausti og á hver árgangur ,,sitt fjall" eða gönguleið. Þannig hafa 1. bekkingar gengið upp í Stórurð, 4. bekkingar í Naustahvilft og 7. bekkingar upp að Fossavatni, svo dæmi séu tekin. Við lok 10. bekkjar þekkja nemendur því vel nærumhverfi sitt og mörg örnefni.

Þessa vikuna má búast við að sjá nemendur skólans upp um fjöll og firnindi, enda spáir vel næstu daga. 

Við bendum á að nú eru engar bekkjarsíður hér á heimasíðunni, en fréttir frá hverjum og einum árgangi verða settar inn á mentor.is.

Deila