Fjallgöngum að ljúka
Nú fer fjallgöngum að ljúka hjá öllum árgöngum skólans, en í morgun gengu fjórir árgangar út í náttúruna í blíðskaparveðri. Fyrsti bekkur gekk upp í Stórurð fyrir ofan Urðarveg, 2. bekkur fór á Hafrafellsháls, 4. bekkur upp í Naustahvilft og 5. bekkur upp með Buná í Tunguskógi. Það mátti því víða sjá káta krakka á ferli í morgun og verða þeir eflaust endurnærðir eftir góða útiveru.
Deila