Fáðu já
Í morgun var stuttmyndin Fáðu já frumsýnd í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins, þ.á.m. í 9. og 10. bekk G.Í., en myndin leitast við að skýra mörkin á milli kynlífs og ofbeldis. Tilgangurinn er einnig að leiðrétta ranghugmyndir unglinga um kynlíf, en nýleg rannsókn sýnir að íslenskir drengir neyta kláms í stórum stíl.
Mælt er með því að aðstandendur barna kynni sér leiðarvísi að stuttmyndinni, sem útskýrir hugmyndafræðina að baki myndinni.
Handritshöfundar myndarinnar eru Páll Óskar Hjálmtýsson, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir.
Allar frekari upplýsingar um myndina má finna hér á heimasíðu hennar.
Deila