Evrópudagur um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi
Evrópuráðið hefur tekið ákvörðun um að helga 18. nóvember baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri misneytingu barna. Tilgangurinn er að stuðla að aukinni umræðu og samfélagsvitund um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og að kynna samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðisofbeldi, svonefndan Lanzarote samning.
Evrópuráðið hefur í tilefni dagsins gefið út teiknimynd sem er um 3 mínútur að lengd og var unnin í samráði við hóp barna. Myndin er með einföldum og aðgengilegum boðskap fyrir börn á aldrinum 9 – 13 ára. Börn eru hvött til þess að leita til einhvers sem þau treysta ef þau eða einhver sem þau þekkja hefur verið eða er beittur ofbeldi. Myndin er með íslensku tali, með leyfi Evrópuráðsins, og verður sýnd nemendum 4. - 7. bekkjar G.Í. í dag. Með því móti leggur skólinn sitt að mörkum til að leiðbeina börnum sem kunna að vera í viðkvæmri stöðu og stuðlar jafnframt að aukinni samfélagsvitund um kynferðisofbeldi gegn börnum.
Deila