VALMYND ×

Eva Margrét íþróttamaður KFÍ 2012

Eva Margrét Kristjánsdóttir íþróttamaður KFÍ 2012. Mynd: bb.is
Eva Margrét Kristjánsdóttir íþróttamaður KFÍ 2012. Mynd: bb.is

Eva Margrét Kristjánsdóttir, nemandi í 10. bekk G.Í.  hefur verið kjörin íþróttamaður KFÍ árið 2012. Hún er ein af efnilegustu körfuboltaiðkendum á landinu og afrekaskrá hennar er nú þegar orðin eftirtektarverð þrátt fyrir ungan aldur.  Með KFÍ er hún lykilmaður í stúlknaflokki (16-17 ára) ásamt því að spila stórt hlutverk í meistaraflokki kvenna í 1. deild en þar er hún með 19 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 varin skot að meðaltali í leik. 

 

Á síðasta ári lék Eva Margrét fjóra landsleiki með U15 landsliði Íslands. Hún skoraði 32 stig í þeim leikjum og var lykilleikmaður í stúlknaflokki KFÍ og meistaraflokki sem náði 2. sæti í 1. deild kvenna. Hún lék til úrslita um sæti í Dominos-deild kvenna þar sem hún var með 10 stig, 2 stoðsendingar og 2 varin skot að meðaltali í leik. Eva er  einnig í landsliðshóp U16 landsliðs Íslands sem tekur þátt í Norðurlandamóti á vegum KKÍ.

 

Eva Margrét er afreksíþróttamaður sem leggur mikinn metnað í að æfa sem slíkur og tekur allar aukaæfingar sem bjóðast innan sem utan keppnistímabils og það er að skila sér þar sem hún er ein af lykilmönnum meistaraflokks KFÍ og er mikil fyrirmynd að því er fram kemur á heimasíðu KFÍ.