VALMYND ×

Enn ein gul viðvörun

Í morgun var allhvasst og úrkoma, sem sagt leiðindaveður. Um þriðjungur nemenda var fjarverandi í dag, bæði vegna óveðurs og veikinda sem virðast vera í hámarki núna þessa dagana og vantaði allt upp í 24 nemendur í árgang. Samtals vantaði 128 nemendur í skólann í dag.

Í fyrramálið á veðrið að vera gengið niður, en það verður skammvinn sæla, þar sem næsta gula veðurviðvörun tekur gildi kl. 16:00 á morgun. Við ættum því að geta haldið úti eðlilegu skólahaldi á morgun að öllu óbreyttu. Við trúum því að öll él stytti upp um síðir og við förum að sjá til sólar.

Deila