Engar breytingar
Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra í dag verða engar tilslakanir á sóttvarnarreglunum. Það þýðir það að hjá okkur verða engar breytingar og höldum við því skipulagi sem nú er við lýði að minnsta kosti til 9. desember. Þetta eru vissulega vonbrigði því við höfðum vonast til þess að það yrðu einhverjar breytingar. En það er ekkert annað að gera en að bíta á jaxlinn og halda áfram og vonast eftir jákvæðum breytingum í næstu viku.
Deila