VALMYND ×

Endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar

Mánudaginn 4. desember kl. 18:00 verður haldinn íbúafundur í tengslum við endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar. Allir þeir sem áhugasamir eru um skólamál sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta. Í upphafi fundar verður stutt innlegg frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviði og formanni fræðslunefndar og svo ætlar Ingvi Hrannar Ómarsson að leyfa okkur að skygnast inn í skóla framtíðarinnar. Boðið verður upp á veitingar um kl. 19 og í framhaldi verður vinna í hópum. Við munum ljúka fundinum fyrir kl. 21. Mikilvægt er að fólk skrái svo hægt sé að gera ráð fyrir fjölda í mat. Skráning fer fram á Facebook síðu Ísafjarðarbæjar.

Deila