VALMYND ×

Einmánuður hefst

Síðasti dagur góu kallast góuþræll og var hann í gær, en einmánuður hefst í dag þann 25. mars og er hann síðasti mánuður vetrar. Sagt er að votur einmánuður boði gott vor. Í gamla daga gat þessi síðasti dagur vetrar verið fólki erfiður. Ef til vill var matur af skornum skammti og lítið hey handa búfénaði.

Eftirfarandi vísa um mánuðina er úr Rangárvallasýslu og er eignuð álfkonu:

 

Langi Þorri leiðist mér
lata Góa á eftir fer.
Einmánuður yngstur er,
hann mun verða þyngstur hér.

(Heimild: nams.is)

Deila