VALMYND ×

Efnilegt íþróttafólk

Þrír nemendur G.Í. hafa nú verið valdir í æfingahópa fyrir yngri landslið Körfuknattleikssambands Íslands. Þetta eru þau Haukur Rafn Jakobsson í 9. bekk, Saga Ólafsdóttir í 10. bekk og Linda Marín Kristjánsdóttir einnig í 10. bekk.

Þá var Jón Hjörtur Jóhannesson í 10. bekk útnefndur kylfingur ársins hjá Golfklúbbi Ísafjarðar nú á dögunum og er það mikill heiður fyrir svo ungan leikmann.

Við óskum þessu íþróttafólki innilega til hamingju með þessar miklu viðurkenningar.