VALMYND ×

Dansæfingar fyrir þorrablót

Þorrablót 10. bekkjar verður haldið föstudaginn 25. janúar n.k. Nemendur eru nú í óðaönn að æfa danssporin undir styrkri stjórn Sigurrósar Evu Friðþjófsdóttur, danskennara. Það er alltaf mikið lagt í þetta þorrablót, þar sem foreldrar sjá um skemmtiatriði og kennarar stíga á stokk og reyna að láta ljós sitt skína. Að borðhaldi loknu er dansinn svo stiginn og virkilega gaman að sjá unglingana dansa gömlu dansana við foreldra, ömmur og afa.

Deila