Dans, dans, dans
Nú eru síðustu hefðbundnu kennsludagarnir á þessu skólaári og við taka vordagar með ýmsu uppbroti.
Í síðasta danstíma vetrarins buðu nemendur foreldrum sínum á danssýningu og sýndu fimi sína á því sviði. Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel og margir sýndu frumsamda dansa. Foreldrunum var líka boðið upp í dans og var víða hægt að sjá hvaðan krakkarnir hafa danshæfileika sína.
Deila